Sveinn Andri tekur slaginn með Selfyssingum

Sveinn Andri Sveinsson. Ljósmynd/UMFS

Sveinn Andri Sveinsson hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til tveggja ára. Sveinn Andri kemur frá þýska liðinu Empor Rostock.

Áður hafði hann verið á mála hjá Aftureldingu en er uppalinn ÍR-ingur.

Sveinn er útispilari og getur leyst flestar stöður. Í tilkynningu frá Selfyssingu segir að Sveinn Andri komi til með að styrkja hóp meistaraflokks karla í Olísdeildinni í vetur og að Selfyssingar séu gríðarlega ánægðir með að Sveinn Andri taki slaginn með Selfoss.

Fyrri greinTvær Lindur í Studio Sport
Næsta greinÞórfríður nýr þjálfari hjá Frískum Flóamönnum