Svavar tryggði Selfyssingum sigur

Svavar Berg Jóhannsson skoraði bæði mörk Selfoss á lokamínútunum þegar liðið lagði KA, 2-1, í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag.

KA-menn misstu mann af velli með rautt spjald á 40. mínútu en þrátt fyrir það komust norðanmenn í 0-1 á fjórðu mínútu síðari hálfleiks.

Selfyssingar sóttu stíft undir lokin og Svavar tryggði liðinu sigur með mörkum á 84. og 90. mínútu.

Í B-deild Lengjubikarsins mættust Ægir og Reynir Sandgerði þar sem Reynismenn höfðu 4-2 sigur en staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Reyni.

Fyrri greinHrafnhildur Hanna íþróttamaður HSK 2012
Næsta greinEldur í sinu við Laugaland