Svavar og Þorsteinn til Brentford

Svavar Berg Jóhannsson og Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, leikmenn knattspyrnuliðs Selfoss, eru á leið til enska félagsins Brentford á reynslu.

Þorsteinn er 19 ára bakvörður en Svavar 18 ára miðjumaður. Báðir voru þeir fastamenn í 1. deildarliði Selfoss í sumar og Þorsteinn var valinn efnilegasti leikmaður liðsins.

Selfoss og Brentford gerðu síðastliðinn vetur samstarfssamning en þetta er í annað sinn sem Svavar Berg fer út og æfir með félaginu. Hann fór þangað síðast í febrúar ásamt Fjalari Erni Sigurðssyni.

Fyrri greinGuðmunda valin efnilegust
Næsta greinLeikjatörn í handboltanum