Svavar hættur með Selfossliðið

Svavar á hliðarlínunni í vetur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Svavar Vignisson hefur látið af störfum sem þjálfari Selfoss, nýkrýndra Grill-66-deildarmeistara kvenna í handbolta.

Svavar staðfesti þetta í samtali við handbolti.is og sagði að ástæðurnar væru fyrst og fremst persónulegar. Hann væri t.d. í vaktavinnu sem væri erfitt að samræma við þjálfunina.

Undir stjórn Svavars vann Selfoss Grill-66 deildina á sannfærandi hátt í vor og leikur því aftur í deild þeirra bestu á komandi keppnistímabili.

Heimildir handbolti.is herma að nú sé unnið hörðum höndum við leit að eftirmanni Svavars og sagðist hann tilbúinn aðstoða við þá leit, ef á þurfi að halda.

Fyrri greinTil hamingju með Nýju Árborg!
Næsta greinHergeir til liðs við Stjörnuna