Svavar Berg með U19 til Skotlands

Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður knattspyrnuliðs Selfoss, var valinn í U19 landsliðshóp Íslands sem mætir Skotum í tveimur vináttuleikjum í næstu viku.

Leikirnir fram fara 3. og 5. september en átján leikmenn eru valdir í hópinn og fara leikirnir fram á Forthbank Stadium í Sterling.

Svavar hefur leikið þrjá leiki fyrir U19 ára landslið Íslands og sex leiki með U17 ára liðinu.

Fyrri greinSkoðaði trén sem hann gróðursetti fyrir 58 árum
Næsta greinHilmar fékk birkitré í kveðjugjöf