Sunnlensku liðin töpuðu öll

Trevon Evans skoraði 27 stig fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss, Hrunamenn og Hamar töpuðu öll leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Hamar tók á móti Haukum í Hveragerði. Gestirnir voru sterkari í 1. leikhluta en Hamar svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og staðan var 42-39 í hálfleik. Gestirnir voru hins vegar mun sterkari í seinni hálfleik og fyrrum liðsmaður Hamars, Jose Aldana, reyndist Hvergerðingum erfiður ljár í þúfu. Forskot Hauka jókst jafnt og þétt í seinni hálfleik og lokatölur urðu 77-99. Dareial Franklin var stigahæstur hjá Hamri með 30 stig.

Í Borgarnesi mættust Skallagrímur og Selfoss í hörkuleik. Liðin skiptust á um að hafa frumkvæðið í leiknum og forskotið varð aldrei meira en 9 stig. Staðan var 45-43 í leikhléi en heimamenn reyndust sterkari í seinni hálfleik og sigruðu 83-77. Trevon Evans var stigahæstur hjá Selfyssingum með 27 stig.

Hrunamenn heimsóttu Álftanes og þar reyndust heimamenn sterkari. Það skildi þó ekki almennilega á milli liðanna fyrr en í 4. leikhluta að heimamenn náðu góðu forskoti. Staðan í hálfleik var 58-49 en lokatölur urðu 114-91. Eyþór Orri Árnason var stighæstur Hrunamanna með 22 stig en Clayton Ladine var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu, með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar.

Eftir leiki kvöldsins er Selfoss í 5. sæti með 8 stig, Hrunamenn í 6. sæti með 6 stig og Hamar í 8. sæti með 4 stig.

Tölfræði Hamars: Dareial Franklin 30/6 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 15/5 stoðsendingar, Joao Lucas 10/4 fráköst, Maciek Klimaszewski 10, Sigurður Dagur Hjaltason 5/4 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 3, Daníel Sigmar Kristjánsson 2, Haukur Davíðsson 2.

Tölfræði Selfoss: Trevon Evans 27/4 fráköst/7 stoðsendingar, Gasper Rojko 20/11 fráköst, Vito Smojer 15, Óli Gunnar Gestsson 6/7 fráköst, Arnar Geir Líndal 4, Styrmir Jónasson 3, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.

Tölfræði Hrunamanna: Eyþór Orri Árnason 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Clayton Ladine 18/12 fráköst/9 stoðsendingar, Þórmundur Smári Hilmarsson 18/4 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 15/4 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 7, Orri Ellertsson 4, Kristófer Tjörvi Einarsson 2/8 fráköst, Dagur Úlfarsson 2, Hringur Karlsson 2, Páll Magnús Unnsteinsson 1.

Fyrri grein„Erum alveg í skýjunum með þessa viðurkenningu“
Næsta greinSelfyssingar sterkari í seinni hálfleik