Selfoss og Hamar töpuðu bæði leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Selfoss tók á móti Breiðabliki og Hamar fékk KV í heimsókn.
Breiðablik leiddi allan leikinn á Selfossi en heimamenn voru aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 46-54. Munurinn varð mestur 15 stig undir lok leiks en Blikar náðu að halda aftur af öllum áhlaupum Selfyssinga og sigruðu að lokum 82-95. Collin Pryor var allt í öllu hjá Selfyssingum, hann skoraði 25 stig, tók 9 fráköst og sendi 7 stoðsendingar.
Hamarsmenn voru í góðum málum í fyrri hálfleik gegn KV í Hveragerði. Staðan var 50-40 í hálfleik og útlitið gott fyrir Hvergerðinga. Í seinni hálfleiknum fór hins vegar allt á verri veg. KV komst yfir 66-68 í upphafi 4. leikhluta og Hamar átti engin svör á lokakaflanum. Lokatölur urðu 81-91. Isaiah Wade var stigahæstur hjá Hamri í sínum fyrsta leik, hann skoraði 26 stig og tók 8 fráköst. Franck Kamgain var framlagshæstur með 20 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.
Eftir tólf umferðir er Selfoss í 7. sæti með 10 stig en Hamar í 11. sæti með 4 stig.
Selfoss-Breiðablik 82-95 (24-26, 22-28, 20-18, 16-23)
Tölfræði Selfoss: Collin Pryor 25/9 fráköst/7 stoðsendingar, Steven Lyles 13/4 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 10/6 fráköst, Kristijan Vladovic 9/6 stoðsendingar, Pétur Hartmann Jóhannsson 9, Tristan Máni Morthens 6, Óðinn Freyr Árnason 5, Gísli Steinn Hjaltason 5.
Hamar-KV 81-91 (23-21, 27-19, 16-25, 15-26)
Tölfræði Hamars: Isaiah Wade 26/8 fráköst, Franck Kamgain 20/11 fráköst/7 stoðsendingar, Ryan Peters 11/18 fráköst, Aron Orri Hilmarsson 10, Lúkas Aron Stefánsson 6/7 fráköst, Arnar Dagur Daðason 5, Atli Rafn Róbertsson 3, Birkir Máni Daðason 5 fráköst.

