Sunnlensku liðin töpuðu

Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Karlalið Stokkseyrar og kvennalið Hamars léku bæði á útivelli í kvöld og töpuðu leikjum sínum.

Stokkseyringar heimsóttu KH í 4. deildinni og töpuðu 3-0. Staðan var 1-0 í hálfleik. Stokkseyri er í 7. sæti B-riðilsins með 6 stig en KH í harðri toppbaráttu ásamt Hamri. KH hefur 16 stig í 2. sæti.

Í 2. deild kvenna heimsótti Hamar Fjölni í Grafarvoginn. Fjölnir komst í 3-0 á fyrstu tíu mínútunum og þannig var staðan þangað til á 77. mínútu að Fjölnir skoraði fjórða markið. Íris Sverrisdóttir minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma og lokatölur urðu 4-1. Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 8 stig en Fjölnir í 2. sæti með 15 stig.

Fyrri greinErlendur ferðamaður sviptur á staðnum
Næsta greinFjölbreytt verkefni fá styrk úr Kvískerjasjóði