Sunnlensku liðin töpuðu

Jose Aldana skoraði 39 stig fyrir Hamar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Hamar tapaði sínum fyrsta leik í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, þegar Breiðablik kom í heimsókn í Hveragerði.

Hamarsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 55-48 í hálfleik. Breiðablik byrjaði betur í seinni hálfleik og komst yfir, 63-64, og eftir það var leikurinn hnífjafn. Blikar höfðu frumkvæðið undir lok leiks og náðu fimm stiga forskoti, 95-100, en Hveragerðingar jöfnuðu 102-102 þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Breiðablik var hins vegar skrefinu á undan alla framlenginguna og sigraði að lokum 111-114.

Jose Medina var bestur í liði Hamars, skoraði 39 stig og sendi 9 stoðsendingar. Ruud Lutterman skoraði 24 stig og tók 12 fráköst.

Sveiflur á Flúðum
Hrunamenn tóku á móti Álftanesi í hörkuleik á Flúðum. Hrunamenn voru betri í fyrri hálfleiknum og leiddu 50-42 í hálfleik. Álftnesingar voru hins vegar mun sterkari í seinni hálfleiknum. Þeir byrjuðu á 26-4 áhlaupi og breyttu stöðunni úr 55-42 í 59-68. Hrunamenn komust aftur yfir í upphafi 4. leikhluta, 74-73, en Álftnesingar voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu 86-98.

Corey Taite var stigahæstur hjá Hrunamönnum með 29 stig og Karlo Lebo skoraði 23 stig.

Þrátt fyrir tapið eru Hamarsmenn ennþáí toppsæti deildarinnar með 6 stig, jafn mörg og Álftanes, Breiðablik og Sindri. Hrunamenn eru í 5. sæti með 4 stig.

Tölfræði Hamars: Jose Aldana 39/7 fráköst/9 stoðsendingar, Ruud Lutterman 24/12 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 18/5 fráköst, Michael Philips 15/12 fráköst, Steinar Snær Guðmundsson 10, Pálmi Geir Jónsson 5, Óli Gunnar Gestsson 4 fráköst.

Tölfræði Hrunamanna: Corey Taite 29/4 fráköst, Karlo Lebo 23/4 fráköst, Eyþór Orri Árnason 11, Florijan Jovanov 8/8 fráköst, Páll Magnús Unnsteinsson 7, Dagur Úlfarsson 3, Halldór F. Helgason 3, Aron Ernir Ragnarsson 2.

Fyrri greinStaðan á Suðurlandi ekki betri síðan í ágúst
Næsta greinSelfyssingar á botninum