Sunnlensku liðin sigruðu öll

Guðjón Örn Sigurðsson, fyrirliði Uppsveita, vill sennilega gleyma leiknum gegn Álftanesi sem fyrst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR, Hamar og Uppsveitir unnu öll sína leiki í 4. deild karla í knattspyrnu í dag.

KFR heimsótti Álafoss á Tungubakkavöll í Mosfellsbæ og sigraði 2-3 í erfiðum leik. Aron Daníel Arnalds gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu annan leikinn í röð. Tvö marka KFR komu af vítapunktinum en Þórhallur Lárusson lagði upp það þriðja fyrir Aron.

Hamar vann góðan sigur á sterku liði Berserkja á útivelli. Ísak Leó Guðmundsson kom Hamri yfir á 12. mínútu og Pétur Geir Ómarsson bætti við öðru marki á 36. mínútu. Staðan var 0-2 í hálfleik og um miðjan seinni hálfleikinn jók Oskar Dagur Eyjólfsson forskot Hamars í 0-3. Berserkir náðu að minnka muninn með tveimur mörkum á lokakaflanum og lokaður urðu 2-3.

Uppsveitir unnu Afríku í hörkuleik á Flúðum. Guðjón Örn Sigurðsson, fyrirliði Uppsveita skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Lokatölur 1-0.

Staðan í riðlakeppni 4. deildarinnar er jöfn og spennandi. Í A-riðlinum eru Uppsveitir í 5. sæti með 6 stig, KFR er í 2. sæti B-riðils með 7 stig og Hamar er í 4. sæti C-riðilsins með 9 stig.

Fyrri greinAuglýst eftir sóknarpresti á Breiðabólsstað
Næsta grein„Dáið er alt án drauma“