Dregið var í 16-liða úrslit í bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í dag. Karlalið Hamars fær erfitt verkefni.
Hamarsmenn, sem leika í 1. deildinni, drógust gegn úrvalsdeildarliði Tindastóls og fer leikurinn fram 14. eða 15. desember á Sauðárkróki.
Í bikarkeppni kvenna mun úrvalsdeildarlið Hamars/Þórs leika á útivelli gegn 1. deildarliði Fjölnis. Þá munu Aþena og Selfoss mætast í 1. deildarslag. Kvennaleikirnir fara fram 13. og 14. desember.
Aðrir leikir í bikarkeppni karla:
KR – Fjölnir
Valur – ÍR
Snæfell – KV
Grindavík – Ármann
Stjarnan – Álftanes
Breiðablik – Haukar
ÍA – Keflavík
Aðrir leikir í bikarkeppni kvenna:
Tindastóll – Þór Ak.
Grindavík – Stjarnan
ÍR – Ármann
Njarðvík – Haukar
KR – Snæfell
Valur – Keflavík

