Sunnlensku liðin öll á útivelli

Í dag var dregið í 32-liða úrslit Powerade-bikars karla í körfubolta. Sunnlensku liðin drógust öll á útivöll.

Hamar mætir Reyni í Sandgerði, Þór Þorlákshöfn heimsækir Víking í Ólafsvík og FSu þarf að gera sér ferð vestur á Ísafjörð og mæta KFÍ.

Leikið verður dagana 9.-12. desember.

Það voru þeir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ og Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells, sem drógu að þessu sinni.

Katla og Laugdælir féllu úr leik í 64-liða úrslitum um síðustu helgi. Katla tapaði 76-54 gegn B-liði Hauka og Laugdælir töpuðu 59-103 gegn B-liði KR.