Sunnlensku liðin ekki í úrslit

Gangi spádómar Fótbolta.net eftir munu sunnlensku 3. deildarliðin ekki ná í úrslitakeppnina. Keppni í 3. deild hefst á morgun.

Fótbolti.net fékk alla þjálfara og fyrirliða í 3. deildinni til að spá fyrir um lokastöðuna í sínum riðlum.

Ægismönnum er spáð 3. sæti í B-riðli. Liðið fór í úrslitakeppnina í fyrra og féll úr leik í 8-liða úrslitum. Í A-riðli er Berserkjum og KFS spáð tveimur efstu sætunum.

Árborg og KFR leika saman í A-riðli og liðunum er spáð 4. og 5. sæti. Sindri og KFG fara í úrslitakeppnina gangi spáin eftir.

Árborg hefur oft verið nálægt úrslitakeppninni en fjórum sinnum hefur liðið verið í 3. sæti síns riðils, þar á meðal í fyrra. KFR hefur verið í neðsta sæti síns riðils síðustu tvö ár en hafa náð góðum úrslitum í vetur.

Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil