Sunnlensk Arsenalferð í mars

Hin árlega Arsenalferð sunnlenskra Arsenalaðdáenda verður farin þann 4. mars nk. á leik Arsenal og Sunderland.

Farið verður út með Icelandair föstudaginn 4. mars klukkan 16:30 og heim sunnudaginn 6. mars kl. 21:00. Gist verður á Hesperria hótelinu. Leikur Arsenal og Sunderland er á laugardeginum.

Kjartan Björnsson, fararstjóri, lofar frábærri stemmningu í góðum hópi. Í boði eru 35 sæti og ferðin kostar 82.000 kr. Innifalið í því er gisting með morgunverði, flug með öllu, fararstjórn og miði á leikinn. Hægt er að nota vildarpunkta ef vill.

Skráning er hjá Kjartani í síma 899-2499.

Fyrri greinFleiri konur í tveimur sveitarfélögum
Næsta greinBrennslan á Klaustri á undanþágu