Sunnlendingarnir allir í byrjunarliðinu

Jón Guðni Fjóluson, Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson eru allir í byrjunarliðinu þegar A-landslið Íslands í knattspyrnu mætir Eistlandi í æfingaleik í Tallin kl. 16 í dag.

Þeir voru allir á varamannabekknum í leiknum gegn Kasakstan á laugardag en Jón Daði kom inná þegar tuttugu mínútur voru eftir og lagði upp þriðja mark Íslands.

Leikurinn gegn Eistlandi verður í beinni útsendingu á SkjárSport, í opinni dagskrá, en flautað verður til leiks kl. 16:00.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður

Ögmundur Kristinsson

Bakverðir

Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Björgvin Magnússon

Miðverðir

Hallgrímur Jónasson og Jón Guðni Fjóluson

Miðtengiliðir

Emil Hallfreðsson (fyrirliði) og Guðlaugur Victor Pálsson

Vængmenn

Rúrik Gíslason og Jón Daði Böðvarsson

Framherjar

Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson

Fyrri greinLúðvík nýr formaður
Næsta greinLeitað að lesurum í Selfosskirkju