Sunnlendingar til sóma á Sauðárkróki

Freyr Ólafsson var endurkjörinn formaður FRÍ í fimmta sinn. Ljósmynd/Aðsend

Sunnlendingar voru í lykilhlutverki á Frjálsíþróttaþingi sem fram fór á Sauðárkróki um síðustu helgi. HSK átti þar sex þingfulltrúa og mætti með fullskipað öflugt lið.

Hildur Helga Einarsdóttir reið á vaðið í upphafi þings sem formaður kjörbréfanefndar þingsins, öflugur ungur leiðtogi þar á ferð. Þá var tekið eftir röggsamri framgöngu Guðmundu Ólafsdóttur sem formanns allsherjarnefndar þingsins. Auk þeirra voru fulltrúar HSK þau Þuríður Ingvarsdóttir, Eyrún María Guðmundsdóttir, Rúnar Hjálmarsson og Gunnar Már Eyland Gestsson.

Þá voru tveir uppaldir Sunnlendingar kjörnir í stjórn sambandsins þeir Freyr Ólafsson, Landeyingur, sem var endurkjörinn formaður í fimmta sinn og Jóhann Haukur Björnsson, Tungnamaður.

Myndirnar hér að neðan eru af nokkrum þingfulltrúa HSK.

Rúnar Hjálmarsson fer yfir málin. Ljósmynd/Aðsend
Guðmunda Ólafsdóttir, formaður allsherjarnefndar, í pontu. Ljósmynd/Aðsend
Þuríður Ingvarsdóttir hefur orðið. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinHveragerðisbær og Hamar semja til þriggja ára
Næsta greinAð flytja ljóð á ólíkum tungumálum