Sunnlendingar kepptu á Landsmóti 50+

Sigmundur Stefánsson keppti í nokkrum greinum og sigraði í lóðkasti. Ljósmynd/Aðsend

Nokkrir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í Landsmóti 50+ sem haldið var í Borgarnesi dagana 24.–26. júní sl. Þeir kepptu í frjálsíþróttum, sundi, golfi og ringó og unnu til verðlauna í nokkrum greinum.

Ómar Franklínsson varð þrefaldur Landsmótsmeistari í 50 m bringusundi og 50 og 100 m skriðsundi í flokki 75- 79 ára. Yngvi Karl Jónson vann kúluvarp og kringlukast í flokki 55-59 ára og Sigmundur Stefánsson vann lóðkast í flokki 75-79 ára.

Sveit HSK var meðal þátttökuliða í ringói og varð í öðru sæti. Í liðinu voru þeir Ólafur Elí Magnússon, Markús Ívarsson, Jón M. Ívarsson, Guðmann Óskar Magnússon og Yngvi Karl Jónsson.

Heildarúrslit mótsins má nálgast á heimasíðu UMFÍ.

Ringólið HSK varð í öðru sæti. Ljósmynd/HSK
Fyrri greinMilljarður króna í viðhaldsdýpkun
Næsta greinFjölskylduhátíð í Skógum um verslunarmannahelgina