Sunnlendingar gerðu það gott á heimsleikunum

Sunnlendingar halda áfram að gera það gott í crossfit. Dagana 26.-28.ágúst sl. fóru fram heimsleikarnir í Crossfit í Los Angeles.

Þar öttu 43 lið kappi, þar af þrjú evrópsk lið sem áður höfðu tryggt sér þátttökurétt með því að hafna í þremur efstu sætum Evrópumótsins sem fram fór í Danmörku í vor.

Sunnlendingar áttu einn keppanda í hverju þessara liða en Heiðar Ingi Heiðarsson, þjálfari og eigandi Crossfit Hengils í Hveragerði keppti með liði Crossfit Reykjavíkur og höfnuðu þau í 19.sæti á leikunum.

Selfyssingurinn Daði Hrafn Sveinbjarnarson keppti með liði Crossfit stöðvarinnar og lentu þau í 17.sæti og lið Núma Snæs Katrínarsonar, Stokkseyrings sem búsettur er í Svíþjóð, hafnaði í 9.sæti.

Fyrri greinStórtónleikar í bæjargarðinum á Selfossi
Næsta greinSendibíllinn fór yfir á rangan vegarhelming