Sumarið er tíminn

Yngri flokkar Hamars hafa æft þrisvar til fjórum sinnum í viku á Hamarsvelli í allt sumar.

Æfingarnar hafa gengið vel og lið frá Hamri hafa bæði tekið þátt í Íslandsmóti og öðrum mótum og verið sér og félaginu til sóma.

Þann 21. júlí voru Knattþrautir KSÍ haldnar í Hveragerði og fannst krökkunum mjög gaman af því. 7. flokkur og yngri flokkur stúlkna komust því miður ekki á neitt af stærri mótum sumarsins, en fóru þess í stað á mót á Flúðum 22. júlí og skemmtu sér ágætlega.