FRESTAÐ: Suðurlandsmótið í skák á laugardag

Mynd úr safni. Ljósmynd/sunnlenska.is

UPPFÆRT 23/11: Mótinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma, vegna veðurs.

Suðurlandsmótið í skák verður haldið laugardaginn 25. nóvember næstkomandi á Heiðarvegi 9 í Vestmanneyjum og hefst klukkan 12.

Tefldar verða átta umferðir 15+5, þ.e. 15 mínútur og 5 sek aukatími á hvern leik. Peningaverðlaun eru veitt á mótinu, 40 þúsund krónur fyrir 1. sætið, 25 þúsund fyrir 2. sætið og 15 þúsund fyrir 3. sætið.

Mótið er samstarf Taflfélags Vestmanneyja og Skákfélags Selfoss og nágrennis. Mótstjóri er Ari Björn Össurarson og skákdómari er Sæmundur Einarsson.

Öllum er velkomið að taka þátt en aðeins þátttakendur með lögheimili á Suðurlandi geta verið krýndir Suðurlandsmeistari. Þátttökugjald er 2.500 krónur en frítt fyrir titilhafa og yngri en 18 ára.

Skráning er opin og hægt er að skrá sig hér.

Fyrri greinFjölmenni við opnun nýrrar verslunar Húsasmiðjunnar
Næsta greinGul viðvörun: Vestan stormur