Suðurlandsslagur í fyrstu umferð

Selfyssingar mæta ÍBV á heimavelli í 1. umferð Pepsi-deildar karla árið 2012. Dregið var í töfluröð landsdeildanna í dag.

Í lokaumferðinni fær Selfoss ÍA í heimsókn en liðin komu bæði upp úr 1. deildinni í haust.

Selfosskonur hefja einnig leik á heimavelli en þær fá KR í heimsókn í 1. umferð. Í lokaumferðinni á Selfoss heimaleik gegn Stjörnunni.

Í 2. deildinni mætast KFR og Hamar í 7. umferð á Hvolsvelli og 18. umferð í Hveragerði. KFR byrjar á útileik gegn KV en liðin komu bæði upp úr 3. deildinni í haust. Rangæingar ljúka mótinu á útileik gegn Dalvík/Reyni. Hamar byrjar á heimaleik gegn Gróttu og mætir KF í lokaumferðinni á heimavelli.

Heimasíða KSÍ