Styrmir stekkur hærra og hærra

Styrmir Dan Steinunnarson, HSK/Selfoss, bætti í dag eigið Íslandsmet í hástökki 15 ára pilta þegar hann stökk 1,91 m og varð í 3. sæti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni.

Styrmir bætti sinn fyrri árangur frá því í desember sl. um 1 sm. Eftir bætinguna í dag reyndi hann þrívegis við 1,94 m en felldi í öllum tilraunum.

Kristinn Þór Kristinsson, HSK/Selfoss, sigraði og varð Íslandsmeistari innanhúss í 800 m hlaupi karla á góðum tíma, 1:52,25 mín.

USVS átti einn keppanda á mótinu en Guðni Páll Pálsson varð 5. í 1.500 m hlaupi á 4:25,10 mín og 4. í 3.000 m hlaupi á 9:39,52 mín.

Þá bætti Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra, Íslandsmet sitt í kúluvarpi í flokki þroskahamlaðra. Hulda þeytti kúlunni 9,34 m og varð í 7. sæti. Hún bætti þar með eigið Íslandsmet frá því í desember síðastliðnum um 14 sm.

Fyrri greinEggert og Arna gefa kost á sér áfram
Næsta greinMargir vilja í Hamarshöllina