Styrmir í úrvalsliðinu og Tómas Valur efnilegastur

Styrmir Snær Þrastarson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru hlaðnir verðlaunum heim af verðlaunahátíð KKÍ núna í hádeginu, eins og fleiri Þórsarar og Hamarsmenn.

Styrmir Snær var valinn í úrvalslið deildarinnar og Tómas Valur var valinn ungi leikmaður ársins. Þá var liðsfélagi þeirra, Vincent Shahid valinn besti erlendi leikmaðurinn.

Hamarsmenn, sem tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, eiga tvo fulltrúa í liði ársins í 1. deild karla, þá Björn Ásgeir Ásgeirsson og Ragnar Nathanaelsson. Ragnar var valinn varnarmaður ársins í deildinni og Ísak Júlíus Perdue, leikmaður Selfoss, var valinn ungi leikmaður ársins í 1. deildinni.

Í 1. deild kvenna var Emma Hrönn Hákonardóttir, Hamar/Þór, valin í lið ársins.

Fyrri greinMissti meðvitund á gönguleiðinni í Reykjadal
Næsta greinByrjað að rífa við Eyraveginn