Styrmir Dan íþróttamaður Ölfuss

Frjálsíþróttamaðurinn Styrmir Dan Steinunnarson, Umf. Þór, var í gær útnefndur íþróttamaður Ölfuss árið 2013 við athöfn í Versölum í Þorlákshöfn.

Styrmir Dan er einn efnilegasti frjálsíþróttamaður landsins og hefur staðið sig frábærlega á þessu ári. Hann vann vann fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla en hápunktur hans á árinu er Íslandsmet unglinga í hástökki þar sem hann stökk 1,90 m. og bætti þar með 28 ára gamalt Íslandsmet.

Auk Styrmis voru eftirtaldir íþróttamenn í kjöri til íþróttamanns Ölfuss 2013:

Akstursíþróttamaður Þórs: Þorsteinn Helgi Sigurðarson
Badmintonmaður Þórs: Axel Örn Sæmundsson
Fimleikamaður Þórs: Kolbrún Olga Reynisdóttir
Hestaíþróttamaður Háfeta: Katrín Stefánsdóttir
Hestaíþróttamaður Ljúfs: Arnar Sigurðsson
Knattspyrnumaður Ægis: Arnar Logi Sveinsson
Kylfingur GÞ: Ingvar Jónsson
Körfuknattleiksmaður Þórs: Þorsteinn Már Ragnarsson

Fyrri greinAlvarlegt slys á Hellisheiði
Næsta greinAlþingismaður setur héraðsmet