Styrmir besti ungi leikmaðurinn – Lárus þjálfari ársins

Styrmir Snær Þrastarson kyssir Íslandsmeistarabikarinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarinn Styrmir Snær Þrastarson var valinn besti ungi leikmaður keppnistímabilsins í úrvalsdeild karla í körfubolta auk þess að vera valinn í lið ársins.

Þá var Lárus Jónsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs, valinn þjálfari ársins.

Verðlaunin voru afhent á verðlaunahátíð KKÍ sem haldin var í hádeginu í dag á Grand Hotel.

Í 1. deild karla var Sveinn Búi Birgisson, leikmaður Selfoss, valinn besti ungi leikmaðurinn og Jose Medina Aldana, leikmaður Hamars, var besti erlendi leikmaðurinn. Þá var Hamarsmaðurinn Ragnar Jósef Ragnarsson valinn í lið ársins.

Fyrri greinMargrét ráðin „ráðhússtjóri“ Stafræns Suðurlands
Næsta greinSelfoss verður með í Evrópubikarnum