Styrktartorfæra í Stapafelli á sunnudag

Á sunnudaginn kemur, þann 24. maí kl. 13:00, verður önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru og haldin á nýju svæði við Stapafell á Reykjanesi.

Það er Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina en hluti af ágóða hennar mun renna beint til styrkarfélags Krabbameinsfélag Suðurnesja. Þetta er í fjórða skiptið sem að AÍFS hefur þennan háttinn á.

Keppnin hefst kl. 13:00 og verður sem fyrr segir í Stapafelli, ekið inn hjá Seltjörn við Grindavíkurveg. Frítt er fyrir börn, 12 ára og yngri, en fullorðnir greiða 1.500 kr. í aðgangseyri. Gott er að koma tímanlega á staðinn.

Aðalstyrktaraðili torfærunnar í ár er Poulsen en einnig koma fleiri fyrirtæki að keppnishaldinu með AÍFS með ýmsum hætti.

Poulsen-torfæran á Facebook

Fyrri greinLandeyjahöfn er Rangæingur
Næsta greinBrautskráningu flýtt vegna verkfallsboðunar