„Stutt síðan maður var að spila á Selfossi“

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Það er stórkostlegt að ná svona langt en það er líka leiðinlegt að tapa svona stórt í dag," sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, við fjölmiðla eftir 5-2 tapið gegn Frökkum í kvöld.

Fótbolti.net greinir frá þessu.

„Við vitum að við getum betur en þetta. Það er ekkert í því að gera núna. við þurfum að læra af þessu fyrir næstu undankeppni.“

Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra allan leikinn og áfram eftir leikinn þegar leikmenn þökkuðu fyrir stuðninginn.

„Það var æðislegt. Þetta hefur verið þvílíkt ferðalag að spila fyrir framan svona marga Íslendinga sem syngja og tralla. Þetta var tilfinningaþrungið í lokin. Þegar maður horfir til baka þá er stutt síðan maður var að spila á Selfossi. Maður er núna að byrja sem framherji með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og búinn skora mark. Það er gaman að upplifa svona,“ sagði Jón Daði.

Frétt frá Fótbolta.net

Fyrri greinMjög góður árangur Sunnlendinga í Gautaborg
Næsta greinDagbók lögreglu: Dýrbítar á ferð í Fljótshlíðinni