Stúka vígð á Þorlákshafnarvelli

Síðastliðinn laugardag var 377 sæta stúka vígð á Þorlákshafnarvelli. Margir bæjarbúar voru mættir til að fagna áfanganum.

Fulltrúar frá KSÍ komu færandi hendi með bolta til Knattspyrnufélagsins Ægis í tilefni af vígslunni en stúkan er að mestu byggð í sjálfboðavinnu af félagsmönnum í knattspyrnufélaginu.

Sveitarfélagið Ölfus lagði myndanlegan styrk til verksins sem og Mannvirkjasjóður KSÍ og Kiwanisklúbburinn Ölver.

Mannvirkið er allt hið glæsilegasta og mun bæta mjög mikið aðstöðu fyrir áhorfendur.


Mannvirkið er hið glæsilegasta en stúkan tekur 377 manns í sæti. sunnlenska.is/Guðmundur Karl