Stúka rís við Þorláksvöll

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á síðasta fundi sínum verksamning við Loftorku ehf. um kaup á einingum í áhorfendastúku við Þorláksvöll í Þorlákshöfn.

Kostnaður við einingarnar er tæpar 4,3 milljónir króna og verða þær afhentar í febrúar. Samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012 eru áætlaðar tvær milljónir króna í verkið.

Þá er gert ráð fyrir framlagi úr mannvirkjasjóði KSÍ til verksins á árinu 2013 og gengur það framlag upp í kostnað vegna samningsins við Loftorku.

Fyrri greinSilja Dögg: Orkan er undirstaða öflugs atvinnulífs
Næsta greinKosning hafin á Sunnlendingi ársins