Stuðningsmenn styrktu Þórsara um 815 þúsund

Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls hafa safnast 815 þúsund krónur í Facebook leik þar sem fjölmargir stuðningsmenn Þorlákshafnar-Þórsara í körfubolta styrktu liðið með því að safna „Like-um“ og athugasemdum við Facebook-færslur sínar um Þórs liðið.

Svona leikir hafa verið vinsælir á Facebook að undaförnu og mörg félag notið góðs af því. 

Hafnarfréttir greina frá stuðningnum við Þórsliðið og þar er vitnað í Ágúst Örn Grétarsson, gjaldkera Þórs, sem var eiginlega orðlaus yfir stuðningnum. „Körfuknattleiksdeildin færir öllum bestu þakkir fyrir, þessir peningar munu koma að góðum notum,“ sagði Ágúst Örn.

Gaman er að nefna þá skemmtilegu tilviljun að fyrstu þrjár tölur upphæðarinnar sem söfnuðust fyrir Þór eru þær sömu og póstnúmer Þorlákshafnar sem sýnir kannski líka þá samheldni sem ríkir í bæjarfélaginu.

Frétt Hafnarfrétta

Fyrri greinOkkar neysla – okkar ábyrgð
Næsta greinBátaflokkar kallaðir til öryggisleitar í Þorlákshöfn