Stuart Kelly ekki í raðir Selfyssinga

Selfyssingar hafa ákveðið að semja ekki við Stuart Kelly, Skotann sem æft hefur með liðinu að undanförnu.

Þetta staðfesti Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, við sunnlenska.is fyrir stuttu. „Mér fannst hann ekki vera maðurinn sem við vorum að leita að,“ sagði Guðmundur.

Selfyssingar ætla að halda áfram að leita að liðsstyrkingu. „Það er verið að skoða þessi mál og það gæti verið að við reynum að ná einum í viðbót,“ sagði Guðmundur.

Selfyssingar mæta KR á sunnudaginn í Pepsi-deildinni og er mögulegt leikmennirnir þrír sem Selfoss samdi við á dögunum spili þann leik. „Svíinn er kominn með leikheimild, en leikheimildin var ekki kominn á Fílabeinsstrendingana í gær. En ég vona að það verði klárt fyrir sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum.

Fyrri greinRennslisvirkjun í Ölfusá
Næsta greinViktor Unnar í Selfoss