„Stuðningsmennirnir voru frábærir“

Arnar Gunnarsson, þjálfari Selfoss, var ánægður með framlag leikmanna sinni og baráttu þrátt fyrir tapið gegn sterku ÍR liði í undanúrslitum Símabikarsins í kvöld.

„Við vorum trúir okkar leikplani, að keyra á þá. Það reyndar varð til þess að við töpuðum boltanum oft, en það er eitthvað sem á eftir að lagast,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld.

Hann var á því að þeir hafi ekki verið nægilega skynsamir undir lok fyrri hálfleiks. „Þá vorum við fimm, sex mörkum undir í leikhléi,” sagði Arnar en munurinn hafði fram að því verið tvö mörk.

Honum fannst leikmenn sínir ekki alveg nógu fastir fyrir í vörninni, sérstaklega eftir að ÍR-ingar höfðu barið á þeim. „Þrátt fyrir að Ingimundur Ingimundar sé ekki eins fastur og hann var þá skorar hann ef hann kemst nógu nálægt,“ sagði Arnar.

Arnar sagði að stuðningsmenn Selfoss hefði verið frábærir í kvöld og hvatti þá sem lögðu leið sína í Höllina að halda áfram að mæta á leiki.

„Við munum halda þessum hópi áfram og eftir tvö til þrjú ár verðum við farnir að vinna lið eins og ÍR,“ sagði þjálfarinn að lokum.

Fyrri greinSelfoss úr leik í bikarnum
Næsta greinHvergerðingar flengdir á heimavelli