Stuðningsmennirnir senda Selfoss beint upp

Stuðningsmannasíðan Selfoss.org hefur nú birt spá sína fyrir komandi tímabil í 1. deild karla í knattspyrnu. Stuðningsmennirnir spá Selfossi deildarmeistaratitlinum.

Selfoss fær 69 stig í spá Selfoss.org, þremur stigum meira en Skagamenn. Skammt á eftir koma Fjölnir og Leiknir en spekingar Selfoss.org voru einróma sammála um að þessi fjögur lið verði í toppbaráttunni í sumar.

“Það er óhætt að fullyrða að það er mjög erfitt að spá fyrir um 1. deildina í sumar enda virðist þetta fljótt á litið vera þræl jöfn deild,” segir Einar Matthías Kristjánsson, einn ritstjóra Selfoss.org. “Hvað Selfossliðið varðar þá lofar undirbúningstímabilið góðu og hópurinn er sterkari í ár heldur en á sama tíma í fyrra í mun veikari deild,” segir Einar.

Spána má skoða hér.