Strandblak á Selfossi

Á 17. júní verður Hleðslumótiðið í strandblaki haldið í Miðbæjargarðinum á Selfossi.

Það eru Björgunarfélag Árborgar og vefsvæðið strandblak.is sem standa fyrir mótinu sem hefst kl. 13:30.

Leikið verður í fimm manna liðum þar sem fjórir eru inn á vellinum í einu og einn varamaður. Spilað er eftir venjulegum strandblaksreglum nema hvað að leikið verður á tíma.

Skráning í mótið er á staðnum og á strandblak@strandblak.is og kostar ekkert að taka þátt.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinEkki viðamiklar breytingar á starfsemi Skálholtsskóla
Næsta greinBjöllukór og fuglaskoðun á Sólheimum