Strandarhlaupið hefst 4. maí

Ljósmynd/Umf. Stokkseyrar

Fyrsta Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar verður miðvikudaginn 4. maí. Hlaupið byrjar kl. 20:00 og er mæting við Skálann á Stokkseyri.

Hlaupið er 800 m og hentar því öllum aldurshópum.

Ljúka þarf þremur af fjórum hlaupum til að fá viðurkenningu og svo verða veitt verðlaun fyrir besta tíma karla og kvenna.

Strandarhlaupið er fjóra miðvikudaga í maí: 3. maí, 10. maí, 17. maí og síðasta hlaupið er svo 24. maí.

Fyrri greinRúmlega 3,1 milljarða króna taprekstur hjá Árborg á síðasta ári
Næsta greinFallist á kröfur um gæsluvarðhald