Strákarnir okkar: Viðar skoraði tvö

Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörk Vålerenga sem gerði 2-2 jafntefli við Start á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Viðar kom sínum mönnum í 1-0 á 15. mínútu en Start svaraði með tveimur mörkum og leiddi í hálfleik, 1-2. Viðar jafnaði síðan með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins.

Viðar Örn er langmarkahæstur í norsku deildinni með 10 mörk í níu leikjum.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn fyrir Viking sem gerði 2-2 jafntefli við Sandnes Ulf á heimavelli í kvöld.

Guðmundur Þórarinsson og félagar í Sarpsborg 08 mættu Strømsgodset í kvöld og töpuðu 4-1 á útivelli. Guðmundur varð fyrir því óláni að meiðast á 15. mínútu leiksins og þurfti því að fara af velli.

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan: