Strákarnir okkar: Viðar skoraði og lagði upp

Viðar Örn Kjartansson skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Vålerenga sigraði Brann 2-3 á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Staðan var 1-1 í hálfleik en Viðar skoraði glæsilegt skallamark strax í upphafi síðari hálfleiks og lagði svo upp sigurmark Vålerenga á 73. mínútu. Viðar er sem fyrr langmarkahæstur í deildinni með 11 mörk.

Afmælisbarnið Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Viking sem tapaði 2-3 fyrirBodø/Glimt á útivelli í dag. Jón Daði var sprækur í fremstu víglínu Viking gerði virkilega vel í aðdraganda fyrsta marks liðsins. Honum var síðan skipt af velli á 77. mínútu.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg 08 sem gerði 0-0 jafntefli við Aalesund á útivelli.