Strákarnir okkar: Viðar með bikarþrennu

Viðar Örn Kjartansson kom inn af varamannabekknum og skoraði þrennu fyrir Vålerenga sem sló D-deildarliðið Nordstrand út úr norsku bikarkeppninni í knattspyrnu með 5-0 sigri í dag.

Viðar kom inná þegar 30 mínútur voru eftir og skoraði þrjú síðustu mörkin á tuttugu mínútna kafla, eitt þeirra úr vítaspyrnu, en hann hefur skorað sjö mörk fyrir Vålerenga í deild og bikar í vetur.

Guðmundur Þórarinsson var einn markaskorara Sarpsborg sem burstaði nágrannaliðið Sarpsborg FK, 11-0, auk þess sem hann lagði upp þrjú mörk.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Viking unnu Brodd 3-0 en Jón Daði sat allan tímann á bekknum.