Strákarnir okkar: Níutíu mínútna framlag á línuna

Guðmundur Þórarinsson, Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson spiluðu allir í 90. mínútur með liðum sínum í 10. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem lauk í kvöld.

Jón Daði og félagar í Viking töpuðu 1-0 fyrir toppliði Molde á útivelli í kvöld. Sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins.

Guðmundur og hans menn í Sarpsborg gerðu 1-1 jafntefli við Rosenborg á heimavelli í gær og á sama tíma gerði Vålerenga, lið Viðars, 2-2 jafntefli við Lillestrøm á heimavelli. Þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora er Viðar ennþá langmarkahæstur í norsku úrvalsdeildinni með tíu mörk.