Strákarnir okkar: Jón Daði skoraði

Jón Daði Böðvarsson skoraði eitt mark fyrir Viking sem lagði Stabæk 4-1 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Viking leiddi 1-0 í hálfleik en Jón Daði bætti við marki númer tvö á 59. mínútu. Jón Daði hefur nú skorað fimm mörk í deildinni og er í hópi markahæstu manna.

Viðar Örn Kjartansson lék allan tímann fyrir Vålerenga þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Sogndal og Guðmundur Þórarinsson spilaði einnig sá níutíu mínútur fyrir Sarpsborg 08 sem steinlá 4-0 gegn Haugesund.

Fyrri greinVilborg vann besta afrek mótsins
Næsta greinJúdómenn með silfur og brons á NM