Strákarnir okkar: Jón Daði og Viðar skildu jafnir

Viðar Örn Kjartansson skoraði eftir 36 sekúndur í leik Vålerenga og Viking í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Viðar lék allan leikinn fyrir Vålerenga en Jón Daði Böðvarsson kom inná í liði Viking á 66. mínútu. Indriði Sigurðsson skoraði jöfnunarmark Viking á 51. mínútu.

Guðmundur Þórarinsson skoraði annað marka Sarpsborg 08 sem tapaði 3-2 fyrir Stabæk á útivelli. Guðmundur spilaði allan leikinn fyrir Sarpsborg sem lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik.

Fyrri greinMartin Bjarni vann gull í stökki
Næsta greinGrýlupottahlaup 3/2014 – Úrslit