Jón Daði Böðvarsson og Guðmundur Þórarinsson mættust í dag með liðum sínum Viking og Sarpsborg í næstsíðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Báðir voru þeir í byrjunarliðinu hjá sínum liðum og spiluðu í 90. mínútur. Lokatölur leiksins urðu 1-0, Viking í vil, en Vidar Nesja skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks.
Þá lék Viðar Örn Kjartansson allan leikinn með Vålerenga sem tapaði 4-1 gegn Ålesund á útivelli. Viðari tókst ekki að skora í dag en þegar ein umferð er eftir af deildinni er hann lang markahæstur með 25 mörk, ellefu mörkum meira en næsti maður.