Strákarnir okkar: Jafnt í öllum leikjum

Selfyssingarnir í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu gerðu allir jafntefli með liðum sínum í umferð helgarinnar.

Jón Daði Böðvarsson, Guðmundur Þórarinsson og Viðar Örn Kjartansson spiluðu allir níutíu mínútur með liðum sínum um helgina.
Í gær gerðu Jón Daði og samherjar hans í Viking 0-0 jafntefli við Sogndal á útivelli og Guðmundur og félagar í Sarpsborg gerðu 0-0 jafntefli við Lilleström, sömuleiðis á útivelli.
Í dag tóku svo Viðar Örn og liðsmenn Vålerenga 2-2 jafntefli við Rosenborg á heimavelli.

Fyrri greinHér býr dugmikið fólk í góðu samfélagi
Næsta greinÞrjú stig úr austurferð