„Strákarnir okkar“ heiðraðir

Sveitarfélagið Árborg heiðraði í kvöld fjóra Selfyssinga, leikmenn og þjálfara U19 ára landsliðsins í handbolta sem vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í vikunni.

Þetta voru þeir Einar Guðmundsson, þjálfara, leikmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn Jónsson og sjúkraþjálfarinn Jón Birgi Guðmundsson.

Liðið náði frábærum árangri á mótinu undir stjórn Einars, en þriðja sætið er meðal bestu afreka Íslands í keppni U19 ára liða.

Athöfnin fór fram í Vallaskóla í kvöld, í hálfleik í leik Selfoss og Fram á Ragnarsmótinu.

Kjartan Björnsson, formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar afhenti þeim félögum blómvönd auk þess sem Tinna Soffía Traustadóttir tók við blómvendi fyrir hönd handknattleiksdeildarinnar fyrir gott starf og að ala þessa drengi upp.

Fyrri greinHermann ráðinn varðstjóri sjúkraflutninga
Næsta greinUpplýsingaskilti um brunninn í Tungu