Strákarnir okkar: Guðmundur skoraði sigurmarkið

Sautjándu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu lauk í kvöld þegar Vålerenga sigraði Stabæk 3-2 á heimavelli.

Viðar Örn Kjartansson skoraði eitt marka Vålerenga með glæsilegum skalla en hann er nú búinn að skora fimmtán mörk í norsku deildinni og er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Á sunnudag mætti Sarpsborg, lið Guðmundar Þórarinssonar, Bodo/Glimt. Sarpsborgarar unnu góðan 4-3 sigur og skoraði Guðmundur sigurmark sinna manna á 84. mínútu en staðan í leiknum var 2-3 þegar tíu mínútur voru eftir.

Sama dag lagði Viking Brann á útivelli, 1-0. Jón Daði Böðvarsson átti fínan leik í framlínunni hjá Viking en honum var skipt af velli á 67. mínútu leiksins.

Fyrri greinÖrvar sendi Ísbjörninn á Veiðisafnið
Næsta greinAndri Björn í Selfoss – Ingvi Rafn í Ægi