Strákarnir okkar: Góður sigur hjá Guðmundi og félögum

Guðmundur Þórarinsson og félagar í Sarpsborg unnu góðan 2-1 sigur á Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Guðmundur eins og venjulega lykilhlutverk á miðjunni hjá Sarpsborg, allar 90 mínúturnar, og átti fínan leik.

Jón Daði Böðvarsson lék sömuleiðis 90 mínútur með Viking sem tapaði 0-2 fyrir Brann í gær og Viðar Örn Kjartansson lék allan tímann fyrir Vålerenga sem gerði 2-2 jafntefli við Odd á útivell í kvöld. Hvorugum þeirra tókst að skora.

Fyrri greinBuster þefaði uppi kannabisræktun
Næsta greinFrakki villtist á Heklu