Stórt tap í Vesturbænum

Kvennalið Hamars í körfubolta tapaði stórt þegar liðið heimsótti KR í Domino’s-deildinni í kvöld. Lokatölur urðu 91-44.

KR leiddi 45-20 í hálfleik og munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik. Þegar síðasti leikhlutinn hófst var staðan 66-29 og KR tók svo 4. leikhluta með tíu stigum.

Sydnei Moss var stigahæst hjá Hamri með 24 stig, Salbjörg Sævarsdóttir, Heiða B. Valdimarsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir skoruðu allar 6 stig og Sóley Guðgeirsdóttir 2.

Með sigrinum fór KR uppfyrir Hamar en bæði lið hafa 4 stig í 6.-7. sæti deildarinnar.

Fyrri greinA-landsliðsþjálfari hjá Dímoni og Heklu
Næsta greinHelgi öflugur í góðum útisigri Selfoss