Stórt tap í Stykkishólmi

Hamarskonur fengu hrikalegan skell þegar þær heimsóttu Snæfell í Stykkishólm í Domino’s-deildinni í körfubolta í kvöld.

Hamar komst ekkert áleiðis gegn sterku liði Snæfells en Hvergerðingar skoruðu aðeins tvö stig í 1. leikhluta og þrjú stig í 3. leikhluta. Staðan í hálfleik var 48-17 og að lokum skildu 57 stig liðin að, 89-32.

Hvergerðingar eru sem fyrr á botni deildarinnar án stiga.

Tölfræði Hamars: Suriya McGuire 8 stig/5 fráköst, Jenný Harðardóttir 6 stig, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6 stig/12 fráköst (17 í framlagseinkunn), Jóna Sigríður Ólafsdóttir 5 stig, Nína Jenný Kristjánsdóttir 3 stig/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2 stig, Vilborg Óttarsdóttir 1 stig, Karen Munda Jónsdóttir 1 stig.

Fyrri greinLið FSu stóð sig vel í Boxinu
Næsta greinEina tilboðinu hafnað