Stórt tap í lokaumferðinni

Hamar tapaði með tilþrifum þegar liðið fékk Keflavík í heimsókn í lokaumferð Domino’s-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 61-111.

Keflvíkingar réðu lögum og lofum í leiknum, leiddu 31-59 í hálfleik, og juku forskotið enn frekar í síðari hálfleik.

Sydnei Moss var stigahæst hjá Hamri með 17 stig, Salbjörg Sævarsdóttir skoraði 15, Þórunn Bjarnadóttir 11, Helga Vala Ingvarsdóttir 8, Vilborg Óttarsdóttir 5, Jenný Harðardóttir 3 og Hafdís Ellertsdóttir 2.

Hamar lauk keppni í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en liðið tryggði sér áframhaldandi sæti í deildinni fyrir nokkru síðan, eftir að hafa verið í botnbaráttu í allan vetur.

Fyrri greinVélsleðaslys við Klukkutinda
Næsta greinMílan og Selfoss luku deildinni með stórsigrum