Stórt tap hjá Stokkseyringum

Stokkseyri steinlá þegar liðið mætti KFS á Selfossvelli á skírdag í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu.

Eyjamenn voru mun sprækari í upphafi, skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik og lokatölur urðu 0-6.

Þetta var annar leikur Stokkseyringa í riðlinum en liðið er án stiga á botninum. Næsti leikur liðsins er á Selfossvelli á annan í páskum kl. 14:00 en þá mæta Stokkseyringar toppliði Vatnaliljanna.

Fyrri greinSextíu og sjö vilja komast í sumarafleysingar
Næsta greinUpplifðu Hveragerði